Kauphallirnar í London (London Stock Exchange Group) og í Frankfurt (Deutsche Boerse) hafa tilkynnt að þær hafa hafið samningaviðræður um mögulega sameiningu kauphallanna.

Sameiningin myndi renna saman þessum tveimur kauphöllum í sameiginlegt eignarhaldsfélag. Í tilkynningunni kemur fram að búist er við því að hluthafar í þýsku kauphöllinni myndu fá 54,4% hlut og þeirri bresku myndu fá 45,6% hlut.

Kauphallirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að sameining bjóði upp á spennandi tækifæri fyrir báða aðila.