Viðræður um hugsanlegan samruna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem hafa staðið yfir undanfarna mánuði, hefur verið hætt segir í frétt á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða. Stjórnir sjóðanna meta það svo að sameining gangi ekki upp eins og staðan er í dag, m.a. vegna mismunandi samsetningu sjóðanna. Þess vegna er það sameiginlegt mat stjórna sjóðanna að rétt sé að hætta viðræðum.