Kauphallirnar Deutsche Börse og NYSE eru í sameingaviðræðum. Þetta staðfestu kauphallirnar í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.

Í tilkynningunni kemur fram að Deutsche Börse yrði stærri aðilinn ef að sameiningu yrði.  Hluthafar DB fengju 59-60% hlut í sameinuðu félagi og hluthafar NYSE 40-41%. Sameinað félag yrði stærsta kauphöll í heimi hvað varðar veltu og hagnað.

Hlutabréf í DB hækkuðu um tæp 1,69% í dag og hlutabréf í NYSE hafa hækkað um tæp 14% en enn eru rúmir tveir tímar til lokunar kauphallinnar á Wall Street.

Fyrr í dag tilkynnti Kauphöllin í London, London Stock Exhange, yfirtöku á kanadísku kauphöllinni TMX Group.