Á fundi sem hófst fyrir skömmu með nemendum og kennurum við Háskólann í Reykjavík greindi Guðfinna Bjarnadóttir, rektor HR, frá því að hafnar væru formlegar viðræður um sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands.

Það kom fram hjá rektor að viðræðurnar væru að undirlagi menntamálaráðherra og með miklum vilja stjórna beggja skóla.