Sameinuðu arabísku furstaríkin hyggjast nú senda sitt fyrsta geimfar til Mars.

Markmið skoðunarfarsins, sem verður að ómannað, verður að rannsaka hvers vegna Mars þornaði upp og varð að eyðimörkinni sem hún er núna.

Þetta verður fyrsta geimkönnunarferð furstaríkjanna. Geimferðastöð ríkjanna sameinuðu hefur ekki meira en fimm ár til að hanna og byggja allt sem viðkemur geimskotinu.

Í júlí 2020 verða aðstæður fyrir ferð til Mars tilvaldar - þá er plánetan sem næst jörðinni á sporbraut þeirra um sólina.

Teymi 75 verkfræðinga starfa nú við að byggja geimfarið, sem er á stærð við lítinn bíl.