Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa fellt niður skuldir Íraks upp á tæplega 7 milljarða Bandaríkjadala.

Forseti Sameinuðu Arabísku Furstadæmana, Sheikh Khalifa bin Zayed Al Nahyan, hefur heitið því að skuldirnar verði felldar niður. Auk þess hyggjast furstadæmin opna sendiráð í Bagdad og hjálpa Írökum í baráttu þeirra við hryðjuverkaógnir.

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks og Al Nahyan funduðu í dag.

Al-Maliki sagði mikilvægt að stuðla að uppbyggingu í Írak. Landið þarfnist sterkara hagkerfis bæta þurfi þjónustu við fólkið í landinu.

Löndin hafa undanfarið styrkt sambandið sín á milli. Fyrir nokkru var utanríkisráðherra Sameinuðu Arabísku Furstadæmana fyrstur ráðherra frá Arabaríki til þess að koma til Írak síðan Bandaríkin gerðu innrás þar árið 2003.