*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 7. júlí 2020 08:03

Samfélagsmiðlar sniðganga Hong Kong

Samfélagsmiðlar hafa tímabundið hætt öllu samstarfi við stjórnvöld í Hong Kong sökum nýrra öryggislaga þar í landi.

Ritstjórn
Dick Costolo, forstjóri Twitter.

Kína hefur fengið umtalsverða gagnrýni fyrir ný öryggislög sem sögð eru setja sjálfsstjórn landsins í hættu. Facebook, Whatsapp sem er í eigu Facebook, Twitter, Google og Telegram hafa tímabundið hætt öllu samstarfi við stjórnvöld í Hong Kong. Aðgerðirnar miða við Hong Kong þar sem miðlarnir eru bannaðir á meginlandi Kína.

Félögin veita yfirvöldum í Hong Kong því engin gögn um notendur miðlana en þó þeir séu ekki leyfðir á meginlandinu fær Facebook, Google og Twitter auglýsingatekjur af starfsemi í Kína. Mikill þrýstingur er á Apple að fylgja eftir en félagið hefur töluvert meiri hagsmunum að gæta. Frá þessu er greint á vef BBC.

„Við trúum að tjáningarfrelsi sé undirstöðu atriði í mannréttindum og styðjum rétt fólks til þess að geta tjáð sig án þess að óttast fyrir öryggi sitt eða afleiðingar,” er sagt í tilkynningu frá Facebook.

Félagið á undir högg að sækja en verulega hefur dregið úr auglýsingatekjum Facebook. Fjöldamörg fyrirtæki hafa ákveðið að taka þátt í herferð sem gengur undir myllumerkinu #stophateforprofit, þess er krafist að Facebook geri meira til að koma í veg fyrir hatursorðræðu og falsfréttir á miðlinum sínum.

Stikkorð: Kína Samfélagsmiðlar Hong Kong Kína