Auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun um það bil helmings Bandaríkjamanna á aldursbilinu 19-32 ára, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var af Deloitte í Bandaríkjunum.

Þessi hópur fólks lætur einnig meðmæli fræga fólksins hafa áhrif á kauphegðun sína, en helmingur þátttakenda á þessu aldursbili sagði að auglýsingar á samfélagsmiðlum hefðu mikil eða hófleg áhrif á kauphegðun sína.

Áhrif auglýsinga sem nota SMS textaskilaboð jukust um 10% milli ára, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Sá áhrifaþáttur sem ennþá hefur mest áhrif eru meðmæli vina eða vandamanna.