Þó svo að oft sé tekist harkaleg á í aðdraganda kosninga þá má oft finna á þeim skemmtilegar hliðar.

Á vef Bæjarins Besta á Ísafirði er meðal annars fjallað um það hvar flokkarnir hafa komið sér upp kosningaskrifstofum. Þar hefur Samfylkingin komið sér fyrir í gamla Sjálfstæðishúsinu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með kosningaskrifstofu við Silfurtorg hjá Hótel Ísafirði.

Vinstri grænir eru með kosningaskrifstofu í gamla Kaupfélagshúsinu, beint á móti gamla Sjálfstæðishúsinu þar sem Samfylkingin er með kosningaskrifstofu. Í gær héldu þessi fráfarandi stjórnarflokkar sameiginlegt pylsupartý til að fagna sameiginlegum árangri og farsælu samstarfi, að sögn kosningastjóra flokkanna.

Sjá nánar á vef BB.is