Samfylkingin, Píratar og Viðreisn funduðu nú í morgun að því er kemur fram á Facebook síðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.

"Við hittumst í morgun og ræddum framtíðina, breytt stjórnmál, aukin jöfnuð, stjórnarskrá, sókn í menntamálum, uppbyggingu heilbrigðisþjónustu, jafnrétti kynjanna, átak gegn ofbeldi, umhverfismál og fjölmargt annað sem þarf til að gera samfélagið okkar betra," segir Logi í Facebook færslunni.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá hafa Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur átt í óformlegum viðræðum um mögulega stjórnarmyndun en þær viðræður munu halda áfram í dag.