„Við höfum verið að taka saman þá styrki sem við höfum fengið frá Samherja frá 2007, sem hafa verið litlir hin síðari ár, en þó er þetta held ég 1,6 milljónir króna. Við ætlum að skila þeim, ekki þó til Samherja. Við ætlum frekar að láta þá renna í einhverja uppbyggilega starfsemi í Namibíu og við erum búin að leita til hjálparstofnana til að hjálpa okkur við það,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Vísis.

„Ég held bara eins og öllum sómakærum Íslendingum, bara alveg hryllilega við. Þetta er náttúrulega ógeðslegt, eins og þetta birtist. Síðan verða auðvitað bara opinberir aðilar að leita allra leiða til þess að komast til botns í þessu. Við þurfum auðvitað að veita meira fé til héraðssaksóknara, ríkissaksóknara og annarra sem skoða þessi mál,“ segir Logi enn fremur spurður hvernig honum varð við þegar hann horfði á þáttinn um Samherja í gærkvöld