Frambjóðendur og þingmenn Samfylkingarinnar munu þjóna til borðs á kvöldverði Samfylkingarfólks í Reykjavík um þarnæstu helgi. Kvöldverðurinn er haldinn í fjáröflunarskyni vegna kosningabaráttunnar í næsta mánuði. Félögin sem bjóða til kvöldverðar eru Samfylkingarfélagið í Reykjavík, Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Ungir jafnaðarmenn.

Í auglýsingu frá Samfylkingarfólki er lofað miklu húllumhæi, glæsileg skemmtiatriði og er sérstaklega tekið fram að veislustjóri verði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Boðið fer fram í kosningamiðstöðinni flokksins að Laugavegi 18b. Að kvöldskemmtuninni standa

Boðið verður upp á fordrykk og tveggja rétta kvöldverð, happdrættismiðar verða seldir fyrir slikk, boðað til uppboðs auk þess sem plötusnúður mun leika undir dansi. Rúsínan í pylsuendanum verður svo leynigestur, sem mun trylla lýðinn, að því er segir í auglýsingu.

Á Facebook-síðu boðsins má sjá að nokkrir hafa þegar bókað komu sína. Þar á meðal er Valgerður Bjarnadóttir, formaður skipulags- og eftirlitsnefndar Alþingis, auk fleiri.