Sameiginlegur fundur utanríkismálanefndar Samfylkingarinnar, Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Félags frjálslyndra jafnaðarmanna hvetur þingmenn allra flokka til að standa saman um að veita þjóðinni þann rétt að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í ályktun nefndarinnar er rifjað upp að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit feli efnislega í sér að hluti stjórnarþingmanna hyggst draga til baka ófrágenginn aðildarsamning og þar um ófyrirsjáanlega framtíð lokað á annan af tveimur kostum landsins í gjaldmiðilsmálum

„Ekkert kallar á slíkt gerræði nú, enda ábyrgðarleysi að taka svo afdrifaríkar ákvörðun í skyndi og án þess að greina hugsanlegar afleiðingar á EES samninginn og án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf,“ segir í ályktun Samfylkingarfélaganna.