*

laugardagur, 4. júlí 2020
Huginn & Muninn 4. október 2012 16:46

Samfylkingarmaður skrifaði Orkuveituskýrsluna

Dagur B. Eggertsson kom í veg fyrir að lögmaður tengdur Sjálfstæðisflokknum yrði tilnefndur í úttektarnefnd um störf Orkuveitunnar.

Huginn og muninn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Borgarstjóra var afhent í gær skýrsla úttektarnefndar um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Það verður sjálfsagt með þessar skýrslur eins og aðrar að allri gagnrýni á hana verður illa tekið fyrst.

Úttektarnefndin var skipuð af núverandi meirihluta borgarráðs án samráðs við minnihlutann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar og náinn samstarfsmaður forsvarsmanna Besta flokksins, tilnefndi Birgi Tjörva Péturssyni, hdl. í nefndina en að mati Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, þótti hann of tengdur Sjálfstæðisflokknum þó Birgir Tjörvi hafi ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í mörg ár.

Dagur hafði þó lítið við það að athuga þegar Gestur Páll Reynisson, stjórnsýslufræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna og frambjóðandi á lista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi var ráðinn starfsmaður nefndarinnar.

 

Leiðrétting: Í prentútgáfu Viðskiptablaðsins í dag kom fram að minnihlutinn í borgarráði Reykjavíkur hefði tilnefnt Birgi Tjörva í nefndina. Hið rétta er að fyrrnefndur Haraldur Flosi tilnefndi hann í nefndina en þeirri tillögu var hafnað.