Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður í næsta mánuði.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Árna Pál.

„Framundan er mikilvægt og vandasamt endurreisnarstarf, innan lands sem og í alþjóðasamstarfi,“ segir Árni í yfirlýsingunni.

„Nú sem endranær þurfa jafnaðarmenn að hafa forystu og frumkvæði um brýnar umbætur sem taka mið af hagsmunum almennings um öflugt atvinnulíf og trausta velferðarþjónustu. Þar þarf að vanda til verka enda er mikið í húfi.“

Árni Páll segist bjóða sig fram til þeirra verkefna og hlakka til að takast á við þau í framvarðasveit Samfylkingarinnar.