Sjálfstæðisflokkur , Samfylking og Björt framtíð fengju fjóra borgarfulltrúa hver yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú, samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallups. Björt framtíð  myndi tapa einum borgarfulltrúa frá fyrri könnun í janúar og febrúar og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Samfylkingin bætir við sig einum manni á milli kannana.

Fram kemur í Þjóðarpúlsi Gallup að helstu breytingarnar á fylgi flokkanna í Reykjavík á milli kannana sé sú að Samfylkingin bætir 6 prósentustigum við sig á milli mælinga. Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur tapa hins vegar fimm hvor um sig. Ef kosið yrði til borgarstjornar nú myndi 23-24% kjósenda kjósa hvern þessara þriggja flokka en 13% Pírata og myndi flokkurinn ná tveimur mönnum inn í Ráðhúsið.

Í sömu mælingu fær VG 10% atkvæða, Framsóknarflokkurinn tæp 4% og Dögun liðlega 2%.