Heildartekjur Samfylkingarinnar drógust saman um tæpa 1,5 m.kr. á milli ára árið 2009 en þar munar mestu um minni rekstrartekjur sem drógust saman um rúmar 9 m.kr.

Þá var stærsta tekjuaukning flokksins í formi framlaga einstaklinga en þau framlög jukust um 7,5 m.kr. á árinu. Þá jókst rekstrarkostnaður flokksins um tæpar 90 m.kr. á milli ára og nam 177,7 m.kr. á árinu.

Rekstrartap flokksins á árinu 2009 nam 27 m.kr., samanborið við hagnað upp á rúmar 58,5 m.kr. árið áður. Eignir flokksins jukust þó töluvert á árinu eða um rúmar 38 m.kr.

Veltufjármunir Samfylkingarinnar jukust um tæpar 17 m.kr. og fastafjármunir um rúma 21 m.kr. Á móti kemur að skuldir flokksins jukust einnig nokkuð á árinu, eða um 34,5 m.kr. og námu í árslok tæpum 107 milljónum króna.