Meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í Reykjavík er fallinn, en vegna innsláttarvinnu í einni kjördeild tókst ekki að birta síðustu tölur í borginni fyrr en í morgun.

Samfylkingin fékk flest atkvæði allra framboða, eða 31,9% og fimm borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn kemur þar næst á eftir með 25,7% atkvæða og fjóra fulltrúa. Björt framtíð fékk 15,6% atkvæða og tvo borgarfulltrúa og Framsókn var með 10,7% atkvæða og tvo fulltrúa sömuleiðis. Vinstri-græn fengu 8,3% atkvæða og einn borgarfulltrúa og Píratar fengu einn fulltrúa með 5,9% atkvæða.

Á landsvísu er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í öllum stærri sveitarfélögum landsins, fyrir utan Reykjavík. Björt framtíð fær mann í öllum sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram, en Píratar náðu aðeins inn manni í Reykjavík.