Ríkisendurskoðun birti nýlega ársreikninga stjórnmálaflokka á Íslandi fyrir árið 2015. Samfylkingin sem átt hefur undir högg að sækja í skoðanakönnunum upp á síðkastið, hagnaðist um 21,4 milljónir árið 2015. Það hefur þó orðið talsverður Samfylkingin hagnaðist um 2,6 milljónir árið 2014.

Hagnaður Samfylkingarinnar án fjármagnsliða nam 26,8 milljónum samanborið við 10 milljóna tap án fjármagnsliða árið 2014.

Tekjur flokksins námu 95,5 milljónum árið 2015 samanborið við tæpar 100 milljónir árið 2014. Árið 2015 námu ríkisframlög rúmar 48 milljónum, framlög sveitarfélaga 12,5 milljónum, framlög fyrirtækja 4,9 milljónum og framlög einstaklinga 16,1 milljónum. Rekstrargjöld Samfylkingarinnar námu tæpum 69 milljónum árið 2015.

Eignir Samfylkingarinnar námu 173 milljónum árið 2015 samanborið við 166 milljónir árið áður.