Samfylkingin í S-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi fagnar ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar um að framlengja viljayfirlýsingu um hagkvæmnisathugun álvers við Bakka.

Í ályktun Samfylkingar S-Þingeyjarsýslu og Norðurþings er tekið undir orð Össurar um línulögn og samtengingu milli Kárahnjúka og Kröflu til hagkvæmari og öruggari orkunýtingar á þessum svæðum.

Einnig er Landsvirkjun hvött til að hraða orkuöflun og Alcoa til að flýta framkvæmdum, „enda þarfnast Norðurland allt þeirrar uppbyggingar sem þessum framkvæmdum  mun fylgja,“ segir í ályktuninni.