*

sunnudagur, 25. október 2020
Innlent 20. maí 2014 07:46

Samfylkingin með sex fulltrúa

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fengi samtals 10 manns kjörna samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sam­fylk­ing­in fengi sex borg­ar­full­trúa í Reykjavík, Björt framtíð fjóra og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þrjá ef kosið væri nú til borg­ar­stjórn­ar. VG og Píratar fengu einn mann hvor en önnur framboð kæmu ekki að manni. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðana­könn­unar sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skól­ans gerði fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 12. til 15. maí.

Frá síðustu könn­un sem birt var fyr­ir tíu dög­um hefur fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bjartr­ar framtíðar hef­ur auk­ist en fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins minnkað. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ekki áður notið jafn lít­ils fylg­is í höfuðborg­inni.