Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 20,0%, tæplega tveimur prósentustigum meira en við síðustu mælingu, í nýrri könnun MMR . Næst komu Samfylkingin með 14,4% fylgi og Miðflokkurinn með 14,3% fylgi.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands jókst um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 5,2% en fylgi Flokks fólksins minnkaði um rúm tvö prósentustig og mældist nú 4,0%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 39,0%.

Hér má sjá fylgi flokkanna samkvæmt könnuninni:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,0% og mældist 18,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% og mældist 13,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,3% og mældist 16,8% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 11,8% og mældist 10,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,5% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 10,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,3% og mældist 9,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,2% og mældist 3,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 6,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,1% samanlagt.