Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 26,3%, borið saman við 25,2% í desember 2013 samkvæmt könnun MMR sem var gerð dagana 9. til 15. janúar 2014.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 17,1%, borið saman við 13,6% í desember. Fylgið hefur því aukist um 3,5%. Samfylkingin er því orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnuninni.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist 17,0%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu.

Björt framtíð er með 15,9% fylgi, borið saman við 14,9% í síðustu mælingu.

Vinstri-græn minnkar, mælist nú 11,0% borið saman við 12,5% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn missi mest fylgi allra flokka samkvæmt könnuninni, mælist með 6,9% fylgi en mældist með 9,0% fylgi í desember 2013.

Nánar um könnunina.