Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Reykjavíkurborg eða 28 prósent, samkvæmt könnun Capacent sem RÚV birtir. Sjálfstæðisflokkurinn er með 25% fylgi í könnuninni, Björt framtíð með 24%. Þá mælast Píratar með 10% og VG með 7%.

Ef þetta verða niðurstöður kosninga bætir Samfylkingin við sig tveimur mönnum frá síðustu kosningum og fær fimm. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra og missti því einn frá síðustu kosningum. Björt framtíð fengi fjóra og missti tvo. Píratar og VG fengu einn mann hvor.

Capacent Gallup sendi spurningalista á netinu dagana 19. mars til 10. apríl og var könnunin lögð fyrir ríflega 2.100 manns. Sextíu prósent tóku þátt. Af þeim sem það gerðu vildu þrettán prósent ekki taka afstöðu og níu prósent sögðu ýmist ætla að skila auða eða ekki kjósa.