Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurborg samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Samkvæmt henni fengi Samfylkingin 28%, Björt Framtíð 24,8%, Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%, Píratar fengu 9,1% og VG 8,6%.

Yrði þetta niðurstaðan þá fengi Samfylkingin fimm menn kjörna í borgarstjórn, Björt Framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn hvor og Píratar og VG sinnhvorn manninn. Aðrir flokkar fengu ekki mann.

Könnunin var gerð dagana 17.-23. mars í gegnum netið og símann. Svarhlutfall var 60%.