Fulltrúaráði Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur verið stefnt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Stefnandi er leigufélagið Sjónver ehf.

Deilan snýst um vangoldna húsaleigu vegna tímabundinnar leigu atvinnuhúsnæðis. Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður fulltrúaráðsins staðfestir að félaginu hafi verið stefnt, en vildi ekki tjá sig efnislega.

Upplýsingar um stefnufjárhæð fengust ekki þegar Viðskiptablaðið leitaði til lögmanns Sjónvers. Aðalmeðferð í málinu fer fram í nóvember næstkomandi.