*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 17. maí 2017 15:43

Samgöngustofa flýtir skráningu ökutækja

Samgöngustofa bregst við gagnrýni vegna allt að mánaðarlangra tafa á skráningu bíla með aukinni yfirvinnu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samgöngustofa eykur yfirvinnu starfsfólks í skráningu nýrra bíla til landsins til að bregðast við kvörtunum um allt að mánaðartöf á því að fá bílana skráða líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

Auk bráðabirgðalausna með aukinni yfirvinnu og aðstoð fólks úr öðrum deildum við skráningu bílanna hyggst stofnunin setja meiri fjármuni í þróun hugbúnaðar sem á að gera bílaumboðum kleyft að forvinna skráningar fyrir innflutt ökutæki sjálf sem muni minnka álag og stytta bið.

Í fréttatilkynningu Samgöngustofu segir að stofnunin hafi hingað til ekki fengið heimild fjárveitingarvaldsins til að nýta auknar tekjur sem fylgt hafi auknum vexti í innflutningi ökutækja, heldur hafi verið skorið verulega niður í rekstrinum.