*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 15. apríl 2021 07:09

Samgöngustofa hafnaði aðstoð frá FME

Að mati ríkisendurskoðanda hefði Samgöngustofa átt að nýta heimild sína til að fella rekstrarleyfi Wow air úr gildi.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) lagði til að Samgöngustofa fengi aðstoð frá Fjármálaeftirlitinu við eftirlit með fjárhagsstöðu Wow air. Taldi ráðuneytið að það skorti á sérþekkingu í þeim efnum innan stofnunarinnar. Beiðninni var hafnað og þá dró Samgöngustofa það að hefja eftirlitið en tjáði SRN þrátt fyrir það að það væri hafið. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. í aðdraganda falls Wow air.

Umrædd tillaga var lögð fram á fundi Samgöngustofumeð fulltrúum SRN í byrjun september 2018. Lagði ráðuneytið þá meðal annars til að sérfræðingur frá Fjármálaeftirlitinu kæmu að eftirlitinu en Samgöngustofa taldi ekki þörf á því. Enn fremur kom fram á fundinum að Samgöngustofa teldi félagið rekstrarhæft og að stofnunin „hefði öll þau gögn sem hún þyrfti“ til aðmeta stöðuna. Að mati ríkisendurskoðanda stangast það á við fyrirliggjandi upplýsingar þess efnis að bág staða Wow hafi legið fyrir strax í maí 2018. 

Reyndin var sú að eftirlit á þessum tíma var lítið sem ekkert og hófst ekki með formlegum hætti fyrr en 21. september, tveimur vikum eftir að SRN hafði gefið stofnuninni fyrirmæli um að gera ítarlegt mat á fjárhagsstöðu Wow. Slíkt er ótækt að mati ríkisendurskoðanda, sér í ljósi mikilvægis  fyrirtækisins og hve alvarleg staðan var. Þá telur stofnunin enn fremur að SRN hefði mátt bregðast fyrr við þeirri stöðu sem upp var komin.

Í millitíðinni hafði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagt minnisblað fyrir ráðherranefnd þar sem fram kom að um miðjan september hefði Wow átt handbært fé til að standa undir rekstri í minnst þrjá daga en um mánaðamótin ætti það ekki fyrir launagreiðslum. Þá taldi ráðherra ljóst að Samgöngustofu skorti þekkingu á fjárhagsmati. Að vísu starfaði hún með endurskoðanda en upp á vantaði að vinna úr þeim upplýsingum sem þaðan bárust.

Að mati ríkisendurskoðanda hefði Samgöngustofa átt að fella flugrekstrarleyfi Wow úr gildi og veita annaðtímabundið í staðinn þar til fjárhagsstaðan var orðin trygg að nýju. Skaðleg áhrif slíkrar aðgerðar hefðu verið óljós „þar sem viðskiptavinum og mögulegum fjárfestum að Wow mátti vera ljóst að félagið stæði höllum fæti fjárhagslega […]. Þá er umhugsunarvert að Samgöngustofa virðist í einhverjum tilfellum hafa haft viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi í ákvörðunartöku fram yfir þau viðmið og sjónarmið sem gilda um eftirlit og aðhald,“ segir í skýrslunni.

Til marks um það bendir ríkisendurskoðandi á að fjárhagsmat stofnunarinnar hófst ekki fyrr en  .þemur dögum eftir að skuldabréfaútgáfunni lauk þótt stofnunin hefði fengið fyrirmæli um að hefja eftirlit um tveimur vikum fyrr.

Upplýsingar um vanskil halda ekki

Eftir að skuldabréfaútboðinu lauk kemur fram í minnispunktum Samgöngustofu að Wow hafi gert upp öll vanskil sín. Það kemur aftur á móti ekki heim og saman við fundargerðir stjórnar Isavia en á þeim tímapunkti nam skuld flugfélagsins við rekstraraðila Keflavíkurflugvallar rúmlega milljarði króna.

Nánar er fjallað innihald skýrslunnar í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Stikkorð: Wow Samgöngustofa