Samherji HF
Samherji HF
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Mál Seðlabankans gegn Samherja, þegar Seðlabankinn fékk umfangsmikla heimild héraðsdóms til húsleitar og haldlagninga gagna, var í upphafi byggt að stærstum hluta á verðútreikningum sem virðast rangir. Til að sýna fram á það hafa stjórnendur Samherja birt alla útreikninga til að útskýra í hverju skekkjan felst.

„Samherji hefur farið yfir útreikninga Seðlabankans og kemur þá í ljós mjög alvarleg stærðfræðileg villa sem leiðir til rangrar niðurstöðu. Þessi villa sem Seðlabankinn gerir er þekkt í stærðfræðinni og kemur upp þegar tekið er meðaltal af meðaltölum. Þessi villa er kölluð „The Simpson‘s Paradox“,“ segir á heimasíðu Samherja þar sem útreikningarnir eru birtir.

Í úrskurði héraðsdóm frá 15. maí sl. var tekið undir niðurstöðu Samherja. Tölur Seðlabankans, sem málatilbúnaðurinn var meðal annars byggður á, voru ekki samanburðarhæfar.

Á heimasíðu er hægt að nálgast útreikninga Samherja.

Aðrar fréttir

Húsleitin hjá Samherja byggði á röngum forsendum

Samherji kærir Seðlabankarannsókn til Hæstaréttar