Samherji hyggst gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í Eimskip. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var til Kauphallarinnar nú fyrir skömmu. Félagið er komið yfir 30% eignarhlut í Eimskip og er því yfirtökuskylt.

Samherji hugðist gera yfirtökutilboð í byrjun mars en hætti við vegna breyttra efnahagsaðstæðna í heimsfaraldrinum. Fjármálaeftirlit Seðlabankans veitti félaginu í kjölfarið undanþágu frá yfirtökuskyldunni.

Samherji hyggst ekki afskrá félagið úr Kauphöllinni samkvæmt. Samherji segist vonast eftir góðu samstarfi við núverandi hluthafa en lífeyrissjóðir eiga ríflega helmingshlut í félaginu samkvæmt annarri tilkynningu félagsins sem send var út í hádeginu.

Þá segir jafnframt að félagið vilji standa við áður boðuð áform um yfirtökutilboð gagnvart hluthöfum félagsins. Þá sýni það fram á hvaða trú Samherji hafi á Eimskip. Starfsmenn flutningafyrirtækisins eigi hrós skilið fyrir þá vinnu sem hafi verið lögð í endurskipulagningu þess að undanförnu. Afkoma Eimskips batnaði um 15% á þriðja ársfjórðungi milli ára samkvæmt afkomutilkynningu sem félagið sendi út í gær.

Eimskip baðst nýverið afsökunar á þætti sínum i að tvö skip félagsins voru rifin á Indlandi . Stjórnendur félagsins funduðu í kjölfarið með stærstu hluthöfum félagsins, þar með talið lífeyrissjóðum eftir að þeir óskuðu eftir skýringum félagsins á málinu.