Samherji býður í fiskiskipaflota og verksmiðjur í Perú sem sérhæfð eru til veiða og vinnslu á ansjósum, sem er uppsjávarfiskur sem veiðist í Kyrrahafinu við strendur Mið- og Suður-Ameríku.

Vilja fá 1,7 milljarða dali

Getur tilboð Samherja, hollenska fisveiðifyrirtækisins Parlevliet & Van der Plas, sem Samherji hefur verið í samstarfi við, meðal annars á Spáni og Bretlandi, og bandaríska risafjárfestingarfélagsins Blackstone Group, hafa numið allt að 1,5 milljörðum Bandaríkjadala

Fulltrúar félagsins hafa þó viljað fá andvirði 1,7 milljarða dala fyrir fyrirtækið. Kemur þetta fram á vefmiðlinum Undercurrent News .

Móðurfélagið í gjaldþrotameðferð

Kemur þetta fram í skjölum sem birt voru 23. ágúst síðastliðinn, í kjölfar gjaldþrotameðferðar fyrirtækisins China Fishery Group, sem er í eigu Ng fjölskyldunnar. Áður en gjaldþrotameðferðin hófst var frestur á sölunni til 15. júlí, en hún tefur söluferlið, en einungis eitt annað fyrirtæki hefur greitt tryggingu sem nemur 100 þúsund Bandaríkjadölum, til að komast í lokaumferð söluferlisins.

Hitt fyrirtækið er Brescia Group, sem er helsti eigandi Tecnologica de Alimentos Somos, sem er næst stærsti eigandi ansjósukvóta í Perú, á eftir China fishery.

Tilboð á bilinu 675 milljónir til 1,5 milljarðar dala

Í heildina hafa komið sjö óbundin tilboð í fyrirtækið, sem Francisco Paniagua Jara, framkvæmdastjóri þess hluta China Fishery sem starfar í Perú, segir að tilboðin nemi á milli 675 milljónum dala til 1,5 milljarða dala.

Á hefðbundnu starfsári eru tekjur fyrirtækisins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði að andvirði 200 milljón Bandaríkjadala, en það byggir á framleiðslu um 300 þúsund tonna af fiskimjöli og 50 þúsund tonna af olíu.

Hins vegar hafa veðurfarsaðstæðurnar sem kenndar eru við El Nina haft mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins og var mikið tap á fiskimjölsframleiðslu fyrirtækisins á fyrri hluta ársins.

Starfsemi félagsins í Peru er í tveimur félögum

Corporation Pesquera Inca, venjulega stytt í Copeinca, sem China Fishery keypti árið 2013 fyrir 780 milljón dali auk skuldayfirtöku, tapaði um 4,90 milljón dölum á fyrri hluta ársins. Veltan á tímabilinu var hins vegar 108,48 milljón dalir.

CFG Investment, sem er hinn hluti fiskimjöls og fiskiolíustarfsemi China Fishery í Perú, tapaði 13,74 milljónum á fyrri helmingi ársins, en á árinu 2015 tapaði það 20,45 milljónum. Veltan nam 39,62 milljónum, samanborið við 169,94 milljónir á fyrri helmingi ársins 2015.