Skip í eigu Samherja hafi verið við veiðar í namibískri landhelgi á síðustu dögum. Sem stendur sé verið að að landa aflanum í flutningaskip. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að enn sé stefnt að því að selja þá starfsemi sem félagið er með í Namibíu líkt og fram kom í tilkynningu frá Samherja í síðustu viku. Í tilkynningunni sagði að fyrirtækið hefði þegar selt eitt skip og viðræður hafi staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Samherja í Namibíu til þarlendra aðila.  „Það hefur engin stefnubreyting orðið þar,“ segir Björgólfur.

Björgólfur leggur áherslu á að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með opinberum aðilum sem þess óski. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“

Björgólfur segir jafnframt furðulegt að stjórn fyrirtækisins sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Í tilkynningu frá Samherja í síðustu viku var sagt að norska lögmannsstofan Wikborg Rein muni framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku og að lögmannsstofan muni heyra beint undir stjórn fyrirtækisins.

Bent hefur verið á að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá norsku lögmannsstofunni. Björgólfur segir sama ráðningarsamband við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traust skipti slík fyrirtæki öllu máli. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur.

Nánar er rætt við Björgólf í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýr vegan veitingastaður mun líta dagsins ljós á næstu dögum
  • Umfjöllun um fyrirtæki sem auðveldar Íslendingum að selja vörur í Kína
  • Útflæði erlends fjármagns hefur aukist fjórfalt meira en innflæði á síðustu 12 mánuðum
  • Vonast er til að ný lýsingarreglugerð mun greiða götu lítilla- og meðalstórra fyrirtækja á verðbréfamarkaði
  • Seðlabankinn telur að samlegðaráhrif muni skapast af því að hýsa Þjóðarsjóð hjá bankanum
  • Fjallað er um innreið tæknirisanna á markað fyrir fjármálaþjónustu
  • Fjallað er ítarlega um hugmyndir um að endurvekja skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa almennings
  • Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR er í ítarlegu viðtali
  • Af nægu verður að taka í jólabókaflóðinu fyrir áhugafólk um efnahags- og þjóðfélagsmál
  • Sprotafyrirtæki sem leiðir leiðsögumenn saman við ferðamenn
  • Nýr rekstrarstjóri hjá Högum er tekinn tali
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Óðinn skrifar um mútugreiðslur Samherja og sameiginlega sök