Samherji greiddi samanlagt um 6 milljarða króna fyrir eignir þær er félagið keypti úr þrotabúi færeyska sjávarútvegsfyrirtækisins Faroe Seafoods fyrir skömmu. Fjórar fiskvinnslustöðvar Faroe Seafoods kostuðu þannig 1,2 milljarða króna og sex togarar fyrirtækisins 4,8 milljarða. Vísir greinir frá þessu og vísar til færeyskra fjölmiðla en upplýsingar þessa efnis komu fram við uppgjör þrotabúsins í skiptaréttinum í Þórshöfn nýlega.

Greint var frá því á vb.is fyrir réttum mánuði að Samherji hefði, í samstarfi við Framherja og Varðin í Götu, keypt eignir úr þrotabúinu en Faroe Seafoods var stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Færeyja.