Hagnaðurinn Samherja árið 2012 nam 97,8 milljónum evra, eða um 15,7 milljörðum króna (18% af veltu). Árið 2011 nam hagnaðurinn 8,8 milljörðum króna. Þetta jafngildir 79% aukningu milli ára mælt í krónum. Tekjuskattur og auðlindagjald fyrirtækja Samherja til ríkissjóðs nema 3,3 milljörðum króna.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samvinnu starfsfólks Samherja og útfærslu góðra hugmynda hafa skilað þessari niðurstöðu. Veiðar dótturfélaga í Barentshafi hafi gengið mjög vel og þetta sé fyrsta heila rekstrarárið þars em útgerðarfélag Akureyringa sé inni í uppgjörinu.

Ítarlega er fjallað um uppgjör Samherja í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.