*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 30. ágúst 2017 14:18

Samherji hagnast um 14,3 milljarða

Hagnaður Samherja jókst um 11,6 milljónir evra á árinu 2016.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hf. nam 107 milljónum evra eða því sem samsvarar 14,3 milljörðum króna á árinu 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagisns fyrir árið 2016. Jókst hagnaður félagsins um 11,6 milljónir evra milli ára.

Tekjur Samherja sem er samstæða félaga sem flest starfa á sviði sjávarútvegs, hérlendis og erlendis, námu um 635,2 milljónum evra og var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 126,8 milljónir evra. Þess má geta að rúmur helmingur starfseminnar er í útlöndum.

Í árslok námu eignir félagsins 927,2 milljónum evra. Eigið fé nam 701,9 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 75,7% og jókst um hækkaði um 6,5 prósentustig milli ára. 

Í frétt á vef Samherja vegna uppgjörsins kemur fram að miklar fjárfestingar hafi staðið yfir og séu framundan. Því var samþykkt á aðalfundi félagsins að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2016.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is