Icefresh GmbH, dótturfélag Samherja í Þýskalandi, hefur lokið kaupum á 40% hlut í Íslendingaútgerðinni Eskøy AS, sem er staðsett í Honningsvåg í Norður-Noregi og gerir út tvö fiskiskip, MS Tryge B and MS Valdimar H. Mbl.is greinir frá.

Eskøy var stofnað af íslensku bræðrunum Hrafni og Helga Sigvaldasynum. Félagið hefur síðastliðin ár verið í samstarfi við Icefresh sem rekur vinnslu í Gross-Gerau sem er rétt suður af Frankfurt am Main í Þýskalandi.

„Með stuðningi Icefresh GmbH höfum við tækifæri til að styrkja stöðu okkar og stækka fyrirtækið enn frekar til framtíðar,“ segir Hrafn í tilkynningu á vef Icefresh. Sigmundur Andrésson, framkvæmdastjóri Icefresh, kveðst sömuleiðis ánægður með að efla samstarf fyrirtækjanna og styrkjar við frekari vöxt Eskøy.

Reglugerðir í Noregi kveða um að erlent eignarhald í útgerðum megi ekki vera umfram 40% en bræðurnir hafa til þessa farið með 60% eignarhlut í félaginu og Eskøy farið með 40% af eigin hlutum, sem nú verða í eigu Samherja í gegnum þýska dótturfélagið.

Rekstrartekjur Eskøy nam 106,2 milljónum norskra króna, eða um 1,6 milljarða króna, árið 2019 samkvæmt norsku gagnaveitunni Proff . Hagnaður félagsins nam 2,5 milljónum norskra króna, eða um 39 milljónir íslenskra króna, og eiginfjárhlutfallið var um 11,5% í lok ársins 2019.