Samherji hefur keypt breska dreifngarfyrirtækið Collins Seafood en fyrirtækið hefur um árabil keypt sjófryst þorskflök af Samherja. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta .

Collins selur síðan flökin til veitingastaða sem bjóða upp á vinsælasta rétt breta, fisk og franskar.

Af Samherja er það einnig að frétta að norska skipasmíðastöðin Kleven mun á næstunni afhenda UK Fisheries nýjan togara sem er 80 metra langur og 16  metra breiður. UK Fisheries er í helminga eigu dótturfélags Samherja á móti dótturfélagi Parleviet & Van Der B. V í Hollandi.