*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 12. júlí 2018 08:25

Samherji kaupir Collins Seafood

Samherji hefur keypt breska dreifingarfyrirtækið Collins Seafood

Ritstjórn
Aðsend mynd

Samherji hefur keypt breska dreifngarfyrirtækið Collins Seafood en fyrirtækið hefur um árabil keypt sjófryst þorskflök af Samherja. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.

Collins selur síðan flökin til veitingastaða sem bjóða upp á vinsælasta rétt breta, fisk og franskar.

Af Samherja er það einnig að frétta að norska skipasmíðastöðin Kleven mun á næstunni afhenda UK Fisheries nýjan togara sem er 80 metra langur og 16  metra breiður. UK Fisheries er í helminga eigu dótturfélags Samherja á móti dótturfélagi Parleviet & Van Der B. V í Hollandi.

Stikkorð: Samherji
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is