Gustaf Baldvinsson, sölu- og markaðsstjóri Samherja segir kaup fyrirtækisins á verksmiðju Seachill í Grimsby gefi fyrirtækinu töluverða vaxtarmöguleika og tækifæri til að samræma betur geymslu og dreifingu á vörum fyrir Bretlandsmarkað. Seachill er dótturfélag Icelandic Group, sem er í eigu Framtakssjóðs Íslands, en það tilkynnti um það 21. apríl síðastliðin að það hefði ákveðið að hefja söluferli á félaginu.

Salan á verksmiðju fyrirtækisins í Grimsby tengist þó ekki því söluferli að því er Morgunblaðið greinir frá, en blaðið hefur það eftir Undercurrent News, heldur er það liður í að Samherji er að auka við umsvif sín í Grimsby þar sem þeir eiga fyrir verksmiðju. Ekkert af vörumerkjum eða framleiðslu Seachill fylgir með kaupunum, en fyrirtækið er umsvifamikið í framleiðslu kældra fisafurða sem það selur í breskar matvöruverllanir.

Á það meðal annars vörumerkið The Saucy Fish Co., en verksmiðjan í Grimsby var áður notuð til að gera tilbúna rétti fyrir verslanir Marks & Sencer, en hefur frá árinu 2014 verið nýtt til framleiðslu flóknari fiskrétta, rækjukokkteila og fiskibolla ásamt til sósugerðar.