Samherji hefur minnkað verulega við hlut sinn í Högum, að því er kemur fram í flöggun félagsins til Kauphallarinnar. Alls seldi Samherji rúmlega 61 milljón hluta og á eftir söluna rúmlega 51 milljón hluta í Högum. Eftir umrædd viðskipti á Samherji 4,22% hlut í Högum.

Söluandvirði hlutanna sem Samherji seldi í Högum, miðað við gengi hlutabréfa Haga við lokun markaða í gær, nemur 2,6 milljörðum króna. Virði eignarhlutar félagsins í kjölfar viðskiptanna nemur rúmlega 2,1 milljarði króna.