Útgerðarfyrirtækið Samherji hagnaðist um 54,5 miljónir evra, jafnvirði 8,8 milljarða króna á síðasta ári. Þetta er 6,3 milljónum evrum meira en árið 2010. Munurinn í krónum talið nemur einum milljarði króna. Önnur eins afkoma hefur aldrei áður sést í sögu Samherja.

Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins að rekstrarhagnaður Samherja og dótturfélaga í fyrra námu 80 milljörðum króna samanborið við 68 milljarða árið 2010. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 18,2 milljörðum króna, samanborið við 17,8 milljarða árið áður. Þá nam hagnaður fyrir tekjuskatt 11,1 milljarði og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 8,8 milljarðar eins og áður sagði. Þetta er þriðja árið í röð sem allar afkomueiningar samstæðunnar skila hagnaði.

Þá er tekið fram í uppgjörinu að 60% af starfsemi Samherja er erlendis. Félagið er með starfsemi í 11 löndum og gera upp í átta mismunandi gjaldmiðlum. Þá er tekið fram að öll erlend dótturfélög samstæðunnar eru skattlögð í ríkjum Evrópusambandsins eða í Kanada.

Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga voru á liðnu ári um 80 milljarðar króna, samanborið við tæpa 68 milljarða árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað nam 18,2 milljörðum króna, samanborið við 17,8 milljarða árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 11,1 milljarði og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 8,8 milljarðar króna. Þetta er þriðja árið í röð sem allar afkomueiningar samstæðunnar skila hagnaði.

Á 109 milljarða eignir

Eignir Samherja í lok síðasta árs námu 108,6 milljörðum króna. Heildarskuldir og skuldbindingar á sama tíma voru 71,2 milljarðar og bókfært eigið fé 37,4 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 34,5% í árslok. Veltufjármunir námu 29,6 milljörðum króna og nettóskuldir samstæðunnar rúmlega 33 milljörðum króna.