*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 25. júní 2020 14:04

Samherji stækkar við sig í fiskeldi

Samherji fiskeldi hefur fengið rekstrarleyfi til fiskeldis fyrir 3.000 tonn en þau voru áður með leyfi fyrir 1.600 tonnum.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Samherji fiskeldi, dótturfélag Samherja, hefur fengið rekstrarleyfi til fiskeldis á landi að Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið fær rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonn af lífmassa seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju en það er Matvælastofnun sem veitir rekstrarleyfið. Frá þessu er greint í fréttatilkynning.

Samherji var áður með leyfi fyrir 1.600 tonna framleiðslu á laxi, bleikju, sandhverfu og lúðu og eykst því um 1.400 tonn. Umsókn um breytingu rekstrarleyfis var móttekin 12. desember 2017.

Á vef Samherja kemur fram að Samherji fiskeldi var stærsti framleiðandi bleikju í heiminum, 3. mars 2020, með um 3.800 tonn árlega en það var tæpur helmingur allrar eldisbleikju sem framleidd var í heiminum.