Samherji fiskeldi, dótturfélag Samherja, hefur fengið rekstrarleyfi til fiskeldis á landi að Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið fær rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonn af lífmassa seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju en það er Matvælastofnun sem veitir rekstrarleyfið. Frá þessu er greint í fréttatilkynning.

Samherji var áður með leyfi fyrir 1.600 tonna framleiðslu á laxi, bleikju, sandhverfu og lúðu og eykst því um 1.400 tonn. Umsókn um breytingu rekstrarleyfis var móttekin 12. desember 2017.

Á vef Samherja kemur fram að Samherji fiskeldi var stærsti framleiðandi bleikju í heiminum, 3. mars 2020, með um 3.800 tonn árlega en það var tæpur helmingur allrar eldisbleikju sem framleidd var í heiminum.