Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur ákveðið að tvöfalda þær eingreiðslur sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. Eingreiðslurnar koma ofan á laun um næstu mánaðarmót.

Greint er frá ákvörðun Samherja á mbl.is . Samningsbundnu eingreiðslurnar nema samtals 60 þúsund krónum, en Samherji hefur ákveðið að rúmlega tvöfalda þessar umsömdu greiðslur. Allir starfsmenn í landi, sem hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum fá því 63.100 krónur tið viðbótar um næstu mánaðarmót.

Þessu til viðbótar er starfsfólki greidd hefðbundin orlofsuppbót. Greiðslur umfram hefðbundin laun núna um mánaðamótin verða því 150.000 krónur, miðað við fullt starf, segir á mbl.is.