*

laugardagur, 15. maí 2021
Innlent 22. mars 2013 10:34

Samherji vinnur að sölu á útgerðinni í Afríku

Umsvifamesta útgerð Rússlands hefur áhuga á að kaupa rekstur Samherja í Afríku.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Viðræður standa yfir um sölu Samherja á útgerð fyrirtækisins í Afríku til rússnesku útgerðarinnar Murmansk Troll Fleet. Þetta er eins stærsta útgerð Rússlands. Viðræður hafa staðið yfir síðustu vikurnar. Þeim er ekki lokið. Útgerðin er metin á 20 milljarða króna. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við DV í dag, að rússneska fyrirtækið hafi átt frumkvæðið að kaupunum og lýst yfir áhuga á að kaupa útgerð Samherja í Afríku. „Þeir hafi alla aburði til þess að kaupa þetta er þeir vilja,“ segir Þorsteinn Már í samtali við blaðið.

Samherji keypti útgerðina af Sjólaskipum í maí árið 2007 og gerir þar út sjö verksmiðjutogara.