Fyrsti samningurinn um framhaldsnám í bráðalækningum og bráðahjúkrun við erlenda háskólastofnun hefur litið dagsins ljós. Í honum er gert ráð fyrir að sérfræðingur í bráðalækningum frá HFMP skipuleggi ásamt sérfræðingum slysa- og bráðasviðs Landspítalans kennslu og starfsþjálfun unglækna. HFMP er hópur kennara við Harvard háskólann í Bandaríkjunum sem starfa á Beth Israel Deaconess Medical Center (BIMDC) í Boston, sem er samstarfssjúkahús Harvard háskólans.

Jafnframt munu gestafyrirlesarar, sem eru kennarar við Harvard, koma til landsins annan hvern mánuð í viku í senn á samningstímanum.

Í hjúkrunarfræðilega hluta samningsins er staðfest aðkoma hjúkrunarfræðikennara að diplomanámi í bráðahjúkrun á vegum Háskóla Íslands. Íslenskir hjúkrunarfræðingar í diplomanáminu munu eigi kost á 4 vikna starfsnámi á bráðamóttöku BIDMC auk þess að taka þátt í fyrlestrum, fræðslu og kennslu á meðan starfsnámi þar stendur, samkvæmt frétt heilbrigðisráðuneytisins.

Í samningnum er einnig gert ráð fyrir þróunar- og rannsóknasamstarfi.