Forsvarsmenn Becromal Iceland ehf. hér á landi hafa samið við Húsbygg ehf. um uppbyggingu aflþynnuverksmiðju á Krossanesi. Framkvæmdir á svæðinu hafa legið niðri um hríð, þar sem ekki hefur verið fullt samkomulag á milli fyrri verktaka og Becromal um framgang verkefnisins.

Þetta hefur valdið því að verkið hefur tafist um nærri 3 vikur, en vonir standa til þess að Húsbygg nái að vinna upp tafirnar og að verksmiðjan á Krossanesi hefji starfsemi um næstu áramót, eins og gert hefur verið ráð fyrir.