Undirritaður hefur verið samningur á milli Fjarðabyggðar og Íslenskra aðalverktaka hf. um byggingarsvæðið Bakkagerði 1 á Reyðarfirði. Í samningi er kveðið á um afhendingu lóða fyrir 123 íbúðir til fyrirtækisins sem það hyggst byggja upp í 5 áföngum frá haustinu 2004 og til síðasta áfanga sem áætlað er að hafinn verði vorið 2007. Fyrirtækið tekur að sér alla gatnagerð og lagnavinnu í hverfinu en sveitarfélagið sér um stofnæðar að því sem og gatnagerð.

Hverfið sem um ræðir er austan núverandi byggðar á Reyðarfirði. Samningana undirrituðu Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Gunnlaugur Kristjánsson framkvæmdastjóri.