Undirritaður hefur verið samningur við Ósey í Hafnarfirði um smíði hafnsögubátar fyrir hafnir Ísafjarðar. Það voru Ríkiskaup sem buðu bátinn út. Mikill áhugi reyndist á útboðinu og skiluðu níu aðilar inn fimmtán tilboðum. Í útboðsgögnum kom fram að báturinn mætti vera notaður en aðein einn aðili bauð slíkan bát.

Þá kom fram að hann skyldi vera útbúinn lögboðnum siglinga og fjarskiptatækjum, radar, dýptarmæli og plotter eins og getið er um í viðkomandi lögum og reglum Siglingastofnunar og flokkunarfélags fyrir báta af þessari gerð.