Kvikmyndahöllin ehf., dótturfélag Regins eignarhaldsfélags Landsbankans, hefur á grundvelli ráðgjafar frá Almennu Verkfræðistofunni ákveðið að taka frávikstilboði frá Sveinbirni Sigurðssyni hf. að upphæð kr. 498.855.000,-  enda hefur það verið metið hagstæðasta tilboðið sem barst í verkið segir í frétt á heimasíðu þeirra.

Stórt skref var tekið í þá átt að fullgera Egilshöllina með nýju kvikmyndahúsi þegar skrifað var undir leigusamning við Sambíóin 27. febrúar sl. Staðfesting á verktaka í framkvæmdina er annað skref í að ljúka við þá umfangsmiklu íþrótta og afþreyingarmiðstöð sem Egilshöllin verður.

Nýr verktaki mun hefja undirbúning framkvæmda strax segir í frétt á heimasíðu Regins og má reikna með að komin verði fullur kraftur í framkvæmdir við byggingu kvikmyndahússins innan fárra vikna.  Verklok eru áætluð 1. október 2010.