Undirritaður hefur verið kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Vélstjórafélags Íslands vegna vélstjóra í frystihúsum og verksmiðjum. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun launa frá 17. maí. Þá eru kauptaxtar vélstjóra færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum.

Gert er ráð fyrir stofnun starfsmenntasjóðs sem taki til starfa 1. október 2004.